Að Laugum var áður heimavistarskóli sem bar nafnið Laugaskóli. Nú er rekið Edduhótel þar á sumrin og Ungmenna- og tómstundabúðirnar á veturna, frá 1. september til 31. maí ár hvert.
Starfsemi Ungmenna- og tómstundabúðanna er fyrst og fremst skólabúðir sem reknar eru fyrir 9. bekkinga, frá hádegi á mánudögum til hádegis á föstudögum. Að jafnaði koma um 2000 ungmenni að Laugum á ári. Á helgum er staðurinn laus fyrir aðra hópa. Hægt er að leigja aðstöðuna í skólabúðunum og á hótelinu á Laugum. Staðurinn hentar fjölskyldum, kórum, skátum, íþróttafélögum, trúfélögum, veiðiköllum og veiðikellingum, vinum og saumaklúbbum svo eitthvað sé nefnt. Hópar Hópar og einstaklingar geta leigt aðstöðuna á Laugum eða keypt sér gistingu. Á heimavistinni er seld gisting í svefnpokaplássi. Herbergin þar eru alla jafna þriggja manna, ein koja og eitt rúm. Nokkur herbergi hafa 2-3 rúm í stað koju. Aðstaða er góð að öllu leiti nema að hjólastólaaðgengi er ekki gott. Allar byggingar eru samtengdar og því innangengt í alla aðstöðu. Svæðið í kringum Laugar er skemmtilegt og fallegt og hefur margt upp á að bjóða. Hótel Hluti af húsnæðinu er hótel allt árið og geta gestir því keypt sér gistingu hvaða vikudag sem er því nemendur ungmennabúðanna hafa ekki aðgang að hótelinu. Matur Ýmsir möguleikar eru í boði hvað varðar þjónustu. Hópar geta fengið að sjá um sig sjálfir, einnig býður starfsfólk upp á fulla þjónustu. Við reynum að sníða þjónustuna að hverjum og einum. Veislusalur- Matsalur-Fundarsalur Á Laugum er hægt að leigja veislusal og aðstöðu í matsal. Á Laugum er 90 manna borðsalur ásamt öðrum sölum sem henta undir veislur og fundi. Áhugasamir geta haft samband við forstöðumann á laugar@umfi.is |