
Á sama tíma þurftum við að kveðja John Bond, nema í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands, en hann hefur verið í vettvangsnámið hjá okkur núna í 3 vikur og staðið sig með stakri prýði. Ekki kom hann einungis til að læra eitthvað sem getur nýst honum í framtíðinni og námi, því einnig hafði hann miklar og skemmtilegar skoðanir á hlutunum og tók að sér stóran hluta starfsins sem hér fer fram. Bauð hann upp á mjög skemmtilegar afþreyingar fyrir þátttakendur í þeirra frítíma sem og kenndi í skipurlagðri dagsskrá. Hans innlögn inn í starf Lauga mun klárlega hafa mikil áhrif á framhaldið og stöndum við í þökkum við þennan mikla meistara. Segja má að hann hafi fallið eins og flís við rass í starfi okkar hér á staðnum og hver veit nema einn daginn komu upp sú staða að hann komi aftur til okkar, hver veit.
Meðfylgjandi eru myndir af John með þátttakendur í útivist.