
Okkur langar að þakka öllum þeim sem komu í Ungmenna- og tómstundabúðirnar á árinu 2013 kærlega fyrir frábæra samveru og fyrir það að gera þetta ár eftirminnilegt og mjög skemmtilegt. Starfsárið 2013 gekk að öllu leiti mjög vel og bíðum við með eftirvæntingu eftir nýju ári og nýjum áskorunum sem því fylgja.
Margir skólar sóttu búðirnar þetta árið og voru einnig mörg önnur verkefni sem voru í gangi hérna hjá okkur, þannig að fólksfjöldinn sem við höfum hitt og kynnst á þessu ári er svakalega mikill, og er það bara af hinu góða að fá að að kynnast allskonar fólki með mismunandi reynslu og þekkingu, það er það sem gerir starf okkar hérna á staðnum svo frábært.
Ef þið sjáið okkur starfsfólk Lauga hlaupandi á milli búða í Kringlunni, sveitt í öllu brjálæðinu, megið þið endilega hnippa í okkur, segja hæ og minna okkur á að njóta hátíðarinnar í rólegheitunum. Við þurfum líka stundum þessa áminningu.
Fyrst og fremst vonum við að allir geti verið besta útgáfan af sjálfum sér í kringum jólin og tekið þá útgáfu með sér inn í nýja árið, njótiði jólanna og Við hlökkum til að sjá ný andlit, heyra nýjar sögur og fá að miðla þekkingu okkar til sem flestra á nýja árinu.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár,
með bestu kveðju, starfsfólk Ungmenna- og tómstundabúðanna að Laugum.