Okkur langar að þakka öllum þeim skólum og þátttakendum sem komu til okkar á þessari önn fyrir komuna, frábæra samveru og því tækifæri að fá að kynnast öllum þeim yndislegu unglingum sem þeir skólar sem hafa komið eiga.
Takk fyrir okkur.
Vikan sem var að líða hefur verið virkilega skemmtileg og eftirminnileg, helst fyrir þær sakir að þeir 60 þátttakendur sem sótt Ungmenna- og tómstundabúðirnar voru verulega frábærir einstaklingar og skemmtilegir mjög. Vikan heppnaðist mjög vel og kvöddu okkur mörg brosandi andlit núna rétt fyrir hádegið. Allir voru sér og sínum til mikils sóma og erum við þakklát þeim sem komu að þessari dvöl Álfhólsskóla þessa vikuna. Gærkvöldið var hreint út sagt frábært, Laugaleikarnir mjög spennandi og kvöldið toppað með fyrsta flokks sundlaugarpartýi þar sem stuðið og gleðin réð ríkjum. Haustönninni 2013 er nú lokið hjá okkur og bíðum við spennt eftir komandi ári og þeim ævintýrum sem það mun bjóða upp á.
Okkur langar að þakka öllum þeim skólum og þátttakendum sem komu til okkar á þessari önn fyrir komuna, frábæra samveru og því tækifæri að fá að kynnast öllum þeim yndislegu unglingum sem þeir skólar sem hafa komið eiga. Takk fyrir okkur. ![]() Nú þegar líða fer á nóvember er ekki frá því sloppið að styttist óðfluga í desembermánuð með öllum hans hátíðarhöldum. Þar sem skólar víðsvegar af á landinu breyta skólastarfinu örlítið í kringum þessa blessuðu hátíð ljóss og friðar þá standa ungmennabúðirnar tómar fram á nýja árið, en áður en að því kemur þá er einn skóli eftir og kom hann til okkar í gær. Um er að ræða Álfhólsskóla úr Kópavogi og komu 60 þátttakendur mjög spenntir og glaðir til okkar og eru nú að hefja sinn annan dag, þau fá nú tækifæri á því að kynnast betur hvort öðru og í leiðinni kynnast sjálfum sér upp á nýtt. Eftirvæntinginn leyndi sér ekki enda ekki við öðru að búast, mikið að skoða og gera. Tækifærin sem gefst við koma hérna á Laugar eru mörg og það er unglinganna okkar að grípa þau og fá sem mest út úr þessari dvöl hjá okkur. Mikið vatn á eftir að renna til sjávar áður en vikulok renna sitt skeið og gaman verður að fá að eyða þessari síðustu viku okkar á árinu 2013 með frábærum krökkum úr Álfhólsskóla. Hafið þið það gott og gerið eitthvað nýtt í dag, við munum gera það! ![]() Þrátt fyrir vikuhlé hjá okkur hérna í Ungmennabúðunum er ekki þar með sagt að fjörið og gleðin hafi ekki verið til staðar eins og allar aðrar vikur. Hérna hafa verið hjá okkur um 85 krakkar úr nokkrum prestaköllum að undirbúa sig undir fermingu sína. Hafa þau verið í fullri dagsskrá frá hádegi á miðvikudegi og eru að leggja lokahöndina á það að yfirgefa okkur hérna á staðnum og halda aftur til síns heima, en áður en þangað er komið fara þau öll saman í messu. Þegar búið er að kveðja þau ætla allnokkrir aðilar sem hjálpast að við að láta starf okkar hérna á staðnum ganga að hittast og eiga góða stund saman í eldhúsinu við smákökubakstur, notaleg samvera sem gott er að eiga með þessu frábæra fólki sem vinnur óeigingjart og gott starf í samstarfi við okkur hérna á Laugum. Smákökurnar eiga eftir að renna ljúft ofan í okkur öll eftir góða viku, og ætli mjólkurglasið verði ekki innan seilingar til að skola þeim niður. Ef þið eigið leið hjá um þrjú leitið er ykkur velkomið að kíkja við í spjall og jafnvel eins og eina smáköku eða svo. ![]() Þessa dagana verða engir hópar hjá okkur í Ungmenna- og tómstundabúðunum, þess í stað koma til okkar krakkar á fermingaraldri og verða hérna frá miðvikudegi til föstudags í umsjón presta sinna. Er þetta undirbúningur undir fermingu barnanna sem mun að öllum líkindum fara fram fyrri hluta næsta árs. Við hérna á staðnum munum sjá um allan mat og örlítið af dagsskrá dvararinnar en að mestu leiti munu prestarnir sjá alfarið um skipulagningu og dagsskrá. Í næstu viku tökum við síðan á móti Álfhólsskóla, en það verður okkar síðasta ungmennaheimsókn fyrir komandi hátíðarhöld sem munu fara fram um land allt um næstu jól og áramót. Hlakkar í öllum hérna á Laugum fyrir komandi vikum, en áður en gamanið hefst verður víst að halda áfram að skoða og skipuleggja okkur eins og allir, og þar á meðal við, hafa mjög gott af. ![]() Þessi stórglæsilegi hópur sem lenti hérna hjá okkur rétt fyrir hádegi á mánudag er nú að undirbúa lokakvöld sitt og þar á meðal Laugaleikana sem munu vera æsispennandi þar sem munurinn á liðunum er ekki mikill á stigatöflunni góðu. Margt nýtt sem þátttakendur taka með sér heim frá þessari dvöl, margar áskoranir og hindranir sem stíga þarf yfir til þess að þroskast sem einstaklingur og fyrir hópinn sem þau tilheyra svo andinn, virðingin og traustið í hópnum aukist til muna og vonandi munu allir skemmta sér konunglega á sínu síðasta kvöldi hér á Laugum. Þegar heim verður komið eru margar nýjar upplifanir sem þátttakendur hafa upplifað, bæði sem einstaklingur og sem heild. Nýjir vinir og kunningjar og frábærar minningar frá þessari frábæru viku í fallegu umhverfi, á góðum stað og með góðu fólki. Þetta er allt eitthvað sem mun endast lífstíð og jafnvel aðeins lengur en það. |
Laugar í Sælingsdal Eldir fréttir
March 2018
|