Í byrjun október bættust tveir sjálfboðaliðar í starfsmannahópinn hérna á Laugum, þeir Bryce, sem er frá Englandi og Thomas frá Írlandi. Óhætt er að segja að sjálboðaliðarnir fjórir sem hér starfa geri lífið aðeins litríkara og þeir eru sérstaklega vinsælir meðal gesta Ungmennabúðanna. Hérna má sjá þrjá af sjálfboðaliðunum undirbúa sig sem liðstjórar á Laugaleikunum sem fram fara á fimmtudögum, Bryce lengst til vinstri, Richard í miðjunni og Thomas hægra megin.
Spurt var: Af hverju eiga nemendur að koma á Laugar? hvað skiptir máli ?
Svör: Sleppa símum og njóta lífsins. Hópeflandi, skemmtilegt og nýtt. Að hjálpa hópnum að gera svona hluti. Bæta samskipti, þjappa hópnum saman og gera eitthvað annað en læra. Samvera og minna af tækni, þú kynnist krökkunum betur og nýtur. Því það er gaman og hristir hópinn saman. Fyrir að vera betri vinir. Þetta styrkir vináttuna og lærir að taka ákvarðanir. Komast í burtu frá símum og verða sjálfstæðir, það er geðveikt á Laugum. Byggja upp samvinnu og styrkja hópinn. Að vinna saman, vera jákvæð og hafa gaman. Til að þétta hópinn meira saman og hafa gaman. Upplifun, hópefli, kynnist krökkunum betur, gott að losna við síma og þannig tæki og nammi viku :-) Meiri samskipti en bara í símanum. Að læra að gera meira en bara vera í tölvunni. Út af hópeflis verkefninu og að kynnast fólki betur. Vera saman og kynnast öðrum, fara út fyrir þægindarammann. |
Laugar í Sælingsdal Eldir fréttir
January 2019
|