![]() Þessa vikuna dvelur Víðistaðaskóli á Laugum. Þátttakendur voru ansi heppnir með veðrið fyrstu tvo dagana. Sólin skein og voru margri sem nýttu sér frjálsa tímann til útiveru. Í dag miðvikudag er búið að rigna mikið. Það fóru allir hópar í ferðadag, hittu kusur, Sigga og fleiri kynjaverur. Óvissuferðin á sínum stað í kvöld og Kormákur að rísa úr rekkju. Hér eru allir við hesta heilsu og biðja að heilsa heim. ![]() Réttarholtsskóli er mættur á svæðið í tíunda sinn. Að vanda eru þátttakendur frá Réttarholtsskóla í góðum gír. Fyrstu dagarnir hafa gengið vel. Veðrið lék ekki við okkur fyrstu dagana en þátttakendur létu það ekki á sig fá. Útivistin var á sínum stað á mánudag og þriðjudag. Í dag miðvikudag er helmingur þátttakenda í heimsókn á Erpsstöðum og Eiríkstöðum. Hinir fara á morgun í sveitaferð. Á meðan er spiluð félagsvist hér heima og Jörgen kennir gögl. Í dag er fallegur dagur á Laugum og á kvöldið án efa eftir að verða spennandi.. enda fer Kormákur á kreik á miðvikukdögum.... ![]() Kæru sveitungar og aðrir áhugasamir Fimmtudaginn 12. september ætlum við að bjóða ykkur að koma og fagna þessum tímamótum með okkur. Ungmenna- og tómstundabúðirnar hafa verið skóli á grænni grein síðan í nóvember 2010 og núna höfum við stigið „skrefin sjö“ og því unnið til alþjóðlegrar viðurkenningar, Grænfánans, sem staðfestingu á góðum ásetningi og virku í umhverfisverndarstarfi. Gerður Magnúsdóttir verkefnastjóri „Skólar á grænni grein“ Grænfánaverkefnis Landverndar afhendir fánann og verður Grænfáninn dregin að húni kl. 17:15. Undanfarnar vikur hefur hópur frá sjálfboðaliðasamtökunum Seeds verið á Laugum að vinna í útisvæðinu. Búið er að endurbæta svæðið og bæta við mikado braut, setja bekk og önnur spennandi útiverkefni. Útisvæðið hefur hlotið nafnið Lillulundur í minningu Lillu (Guðrúnar Aðalheiðar Aðalsteinsdóttur 1940-2011), og verður hann formlega vígður eftir að grænfánanum hefur verið flaggað. Boðið verður upp á skúffuköku og kakó í tilefni dagsins og starfsmenn Ungmennabúðanna verða með leiki og verkefni á útisvæðinu að vígslu lokinni. Sælingsdalslaug verður opin frá kl. 15:30 – 20:00 og verður ókeypis í sund í tilefni dagsins. Dalamenn eru sérstaklega hvattir til koma, sjá Lillulund og samgleðjast okkur. ![]()
![]() Fyrstu þátttakendur mættu á svæðið í morgun, eldhressir að vanda. Í ár er Öldutúnsskóli og Vogaskóli sem dvelja saman fyrstu vikuna. Það var mikil spenna í hópnum en núna er allt að komast í rétta gírinn. Þátttakendur hafa myndað hópinn sinn, farið í Jöklaleiki og Traustagöngu. Við tekur frjálstími, sund, Leik Vegas og salurinn. Fiskur verður á boðstólnum í kvöld og tóm hamingja á Laugum. Starfsfólk Lauga var ekki minna spennt í morgun í tilefni dagsins. |
Laugar í Sælingsdal Eldir fréttir
January 2019
|