
![]() Margar bókanir hafa átt sér stað síðustu vikuna og fer því hver að verða síðastur að tryggja sér dvöl í vetur. Áhugasamir er bent á að hafa samband við forstöðumann á netfanginu laugar@umfi.is og athuga með lausar vikur.
Það er mjög fjölmennt á Laugum núna og veðrið leikur við hvern mann. Þessa vikuna dvelja Norðlingaskóli og Áslandsskóli saman að Laugum. Fimm frískir kennarar fylgja þeim. Spurningakeppninni Gettu betur er ný lokið og eru þátttakendur að búa sig í háttinn því á morgun er sveitaferð á dagskrá ásamt öðrum skemmtilegum viðburðum.
Réttarholtsskóli hefur komið með nemendahóp frá upphafi Ungmennabúðanna. Hilmar Hilmarsson skólastjóri hefur sent nemendur á hverju ári síðan vorið 2005. Nemendur í 9. bekk í ár er mjög fjölmennur og því komu nemendur yfir tveggja vikna tímabil. Síðastliðin föstudag fór seinni hópurinn heim eftir góða viku við leik og störf. Ingvar íþróttakennari í Réttó dvaldi með nemendum báðar vikurnar og geri aðrir betur. Ingvar og samstarfsfólk hans færðu starfsfólki Ungmennabúðanna sérstakan boli merkta Réttó, að gjöf, og eru þeim færðar þakkir fyrir það. Að sjálfsögðu er Hilmar búin að bóka dvöl að ári fyrir 90 nemendur.
![]() Formleg vígsla var á Laugum á fimmtudag þegar nemendur Réttarholtsskóla og Vogaskóla Reykjavík dvöldu í búðunum. Þá gengu Ungmenna- og tómstundabúðirnar formlega til liðs við Landlæknisembættið og starfa hér með eftir hugmyndafræði heilsueflandi grunnskóla. Formenn hópanna gengu inn í matsalinn með innrammað plakat því til staðfestingar og hengdu á vegg að viðstöddum 70 ferskum ungmennum. Mikil gleði var í salnum og eiga unglingar landsins eftir að njóta þessarar nýjungar á Laugum. |
Laugar í Sælingsdal Eldir fréttir
January 2019
|