Ábending til þeirra sem eru að pakka í dag fyrir dvölina í næstu viku. Það er töluverður snjór að Laugum og kalt í lofti. Í síðustu viku var t.d. 8 stiga frost einn daginn og það reyndi á nemendur í útivistinni. Ráð frá nemendum í síðustu viku er. Takið nóg af hlýjum fötum með ykkur á Laugar, það er óþægilegt að vera kalt.
Það er mjög hált að Laugum, gott væri ef nemendur/gestir sem ættu göngubrodda tækju þá með
Þá er lífið að Laugum að komast í fastar skorður eftir jólafrí. Fyrsti hópur kemur mánudaginn 15. janúar, en það eru Fellaskóli, Salaskóli og Dalskóli. Fellaskóli og Dalskóli eru að koma í fyrsta sinn hingað. Þennan starfsvetur eru að koma nokkrir nýir skólar í búðirnar sem ekki hafa komið áður og fögnum við því. Á móti þrengir að starfseminni og má segja að á vorönninni sé stapp bókuð sem er ánægjulegt. Nemendur grunnskólanna hafa verið duglegir að þrýsta á foreldra og skóla að koma í Ungmennabúðirnar. Thomas og Celine létu af störfum í desember og þökkum við þeim fyrir vel unnin störf og bjóðum Línu Dóru Hannesdóttur velkomna í starf frístundarleiðbeinenda. Þá kemur Thomas Kevin Wright frá Spáni/Bretlandi og verður með okkur fram í mars. Hann kemur sem sjálfboðaliði og hefur verið þrjú s.l. sumur hjá Camp Advendure í Þýskalandi. Að Laugum eru allir spenntir á að takast á við komandi vikur en framundan eru 14 fjörugar vikur með allt að 90 nemendum sem taka þátt í starfinu hér.
|
Laugar í Sælingsdal Eldir fréttir
March 2018
|