Takk kærlega fyrir okkur:) krakkarnir voru himinlifandi.
Þetta var stórkostlegt tækifæri að vera með krökkunum í tæpa fimm sólahringa, í gegnum súrt og sætt, frá uppvakningu til svefnstunda.
Á svona löngum tíma koma persónurnar fram í hverri manneskju, þeirra hegðun, virðing, hópefli, viðmót, hjálpsemi, dugnaður við sínar skyldur, þátttaka í leikjum og þrautum og ekki síst framkoma þeirra og virðing fyrir hvort öðru og okkur fullorðna fólkinu.
Þessi skemmtilega reynsla og allar þessar góðu minningar sem börnin öðluðust munu vera eitthvað fyrir þau til að búa að síðar. Hópurinn var samheldinn og kemur nú til baka enn sterkari. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þennan tíma með krökkunum og ykkur :)
Takk fyrir okkur!