Ungmenna-og tómstundabúðir Ungmennafélags Íslands
  • Forsíða
    • Laugar >
      • Heimavistaskólinn í Sælingsdal
  • Ungmennabúðir
    • Rannsóknir og ritgerðir um starf búða
    • Saga Ungmenna- og tómstundabúðanna >
      • Lög Ungmenna- og tómstundabúðanna
    • Starfsmenn
    • Námskeið Ungmennabúðanna >
      • Hólaganga og hólaheimsókn
    • Kynningarefni: Myndbönd >
      • Ferðasögur, greinar og matsblöð
      • Erlent myndband um skólabúðir
    • Mat á starfi búðanna
    • Heilsueflandi búðir
    • Grænfáninn >
      • Umhverfisstefna >
        • Umhverfisstefna UMFÍ
    • Tenglar
  • Upplýsingar
    • Til skólastjórnenda >
      • Ábyrgð skólans
      • Umsóknareyðublað 2019-2020
    • Til aðalfararstjóra >
      • Aðstaða og gátlisti fararstjóra
    • Til foreldra >
      • Umsagnir foreldra
      • Matseðill
    • Til nemenda >
      • Gátlisti >
        • Óskilamunir
      • Bæklingur og reglur
    • Útbúnaðarlisti nemenda
    • Reglur
    • Verð
  • Skólaferðalög
  • Ferðamenn
    • Gisting
    • Möguleikar í Sælingsdal
    • Lillulundur
    • Guðrúnarlaug
    • Gönguleiðir >
      • Tungustapi
    • Áhugaverðir staðir að heimsækja >
      • Ekið um strandir
  • Sælingsdalslaug
    • Opnunartími
    • Verðskrá
    • Saga Sælingsdalslaugar
  • English
    • UMFI
    • Camp Laugar >
      • Info for participants and parents
      • Pack list for CAMP
      • Our programs & activities
    • Internship
    • For tourist

Laugar flytja á Laugarvatn

16/1/2019

 
Árið í ár verður ár nýrra skrefa og breytinga. Leigusamningur UMFÍ og Dalabyggðar vegna starfsemi Lauga í Sælingsdal rennur út í lok maí. UMFÍ er að ganga frá samningum við sveitarstjórn Bláskógabyggðar um húsnæði í íþróttamiðstöð gamla Íþróttakennaraskólans á Laugarvatni. Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ munu því flytja þangað í sumar og starfsemin hefjast þar í haust.
Á Laugarvatni er öll aðstaða í göngufæri. Heimavistin er við íþróttahúsið og stutt að fara á milli. Húsakostur á Laugarvatni er í góðu ásigkomulagi og er unnið að því að gera allt klárt fyrir næsta vetur.
Fyrirkomulagið verður svipað á Laugarvatni og á Laugum. Unnið verður útfrá sömu hugmyndafræði en þó mun starfsemin aðlagast þeim aðstæðum sem Laugarvatn býður upp á og þar eru fjölmörg tækifæri sem við erum að greina og vinna með þessa dagana.
Aðsókn í Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ hefur aukist mikið síðustu ár enda vinsælt að komast í heilbrigða hvíld þar sem m.a. farsímar og tölvur trufla ekki nemendur. Vinsældir búðanna hafa valdið því að skólastjórnendur geta ekki alltaf valið dvalartíma fyrir nemendur eins og áður. Fyrirhyggja er því best og æskilegt að þeir sem vilja tryggja pláss hafi samband fyrr en seinna. Við munum að sjálfsögðu reyna að uppfylla óskir allra.
Í samræmi við þetta verður breyting á fyrirkomulagi bókana í Ungmennabúðunum í framtíðinni. Reikna má með að það verði ákveðin umsóknarfrestur á vorönn fyrir dvöl komandi starfsvetur.
Til að byrja með verður forgangsröðunin sú að þeir sem hafa sótt um dvöl vegna skólaársins 2019-2020 fyrir 22. febrúar næstkomandi verður svarað í mars. Þeir sem hafa samband eftir 23. febrúar raðast á þær vikur sem eftir verða.
Vinsamlegast notið rafræna umsókn Ungmennabúðanna sem er að finna hér;
http://www.ungmennabudir.is/umsoacuteknareyethublaeth-2019-2020.html
 
Picture

Gleðilegt árið

3/1/2019

 
Starfsfólk Ungmenna- og tómstundabúðanna óskar Dalamönnum, nemendum, kennurum og öðrum gestum Ungmenna- og tómstundabúðanna gleðilegs nýs árs og þakkar samstarfið á liðnum árum.
 
Þá er síðasta starfsönn búðanna runnin upp. En samningur á milli Dalabyggðar og UMFÍ rennur út í lok maí 2019 og stendur til að flytja starfsemi búðanna að Laugavatni frá og með hausti 2019. Skólum landsins verður send fréttatilkynning þegar ljóst er orðið hvernig málum verði háttað næsta starfsár en samningar standa nú yfir.
Hingað til hafa verið að koma 1500-2000 nemendur á ári. Þó má geta þess að þessi starfsvetur er sá stærsti frá upphafi og eru bókaði 2200 nemendur starfsárið 2018-2019. Flestar vikur á vorönn eru uppbókaðar. Eftirfarandi þrjár vikur eru lausar; 18.-22. febrúar og 4.-15. mars. Einnig er eitthvað að lausum helgum fyrir þá sem óska að njóta dvalar að Laugum yfir helgi í leik eða starfi.
Fyrstu nemendur koma að Laugum 14. janúar nk. og er mikil tilhlökkun í okkur að taka á móti fyrsta hóp eftir jólafrí. Með kærri kveðju
Anna Margrét, Jörgen, Jón Valur, Gunnar Már, Marta, Dagmar og Aron 
 
 
  
Picture

Opnun Sælingsdalslaugar í Desember

22/11/2018

 
Athugið breyttan opnunartíma í desember vegna jólahátíðar
 
Opið alla Laugardaga kl. 14-18

Þriðjudagur opið 4. des kl. 15:30-20
Miðvikudagur opið 5. des kl. 17-22
Fimmtudagur opið 6. des kl. 15-18
​
Frá og með 11. des er óhefðbundin opnunartími
Þriðjudagana 11. og 18. des opið kl. 15:30-20 (sama)
Miðvikudagana 12. og 19. des er opið kl. 17-22 (sama)
Fimmtudagana 13. og 20. des er opið kl. 18-21 (breyting)
Fimmtudaginn 27. des er opið kl. 18-22
Lokað 2. janúar
Fimmtudaginn 3. janúar er opið kl. 18-22

Ungmennaþing Vesturlands haldið að Laugum í Sælingsdal

31/10/2018

 
Ungmennaþing Vesturlands verður haldið í fyrsta sinn dagana 2. og 3. nóvember næstkomandi. Verður það haldið að Laugum í Sælingsdal. Sveitarstjórnarfulltrúum á Vesturlandi er boðið að taka þátt í dagskrá þingsins á laugardeginum. Ungmennaþingið er samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Vesturlandi, ungmennaráða þeirra og SSV, en verkefnið er áhersluverkefni í Sóknaráætlun Vesturlands. Markmið þingsins er meðal annars að kalla saman ungmenni úr landshlutanum á aldrinum 14-25 ára. Ræða á um hagsmunamál þeirra og viðhorf til ýmissa hluta í landshlutanum. Auk þess að skapa vettvang þar sem ungu fólki og kjörnum fulltrúum gefst tækifæri til samræðu. Sömuleiðis er ungmennaþingi ætlað að stuðla að því að stofnuð verði ungmennaráð í öllum sveitarfélögum landshlutans, sem og að stofnað verði Ungmennaráð Vesturlands sem reglulega fundi með stjórn SSV.

Aldrei fleiri bókanir

16/10/2018

 
Starfið hefur farið vel af stað í haust að vanda. Ánægjulegt er að segja frá því að aldrei hafa verið jafnmargir nemendur bókaðir í Ungmennabúðirnar. Von á 2150 nemendum í ár víðsvegar að landinu. Nokkrir nýir skólar hafa bæst í hópinn sem er einstaklega ánægjulegt. Í þessari viku eru nemendur frá Varmáskóla en nemendur frá Mosfellsbæ eru að koma í fyrsta sinn í Ungmennabúðirnar.. 

Picture
Þrír hressir leiðbeinendur Ungmenna- og tómstundabúðanna. Jörgen, Jón Valur og Gunnar Már.
<<Previous

    Laugar í Sælingsdal
    371 Búðardal
    Sími: 434-1600
    GSM: 861-2660
    Netfang: laugar@umfi.is
    Heimasíða: www.ungmennabudir.is
    Facebook síða:
    Laugar Ungmenna- og tómstundabúðir

    Picture
    Picture
    Picture

    Eldir fréttir

    January 2019
    November 2018
    October 2018
    August 2018
    May 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    September 2017
    August 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    August 2016
    June 2016
    May 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013
    June 2013
    May 2013
    April 2013
    March 2013
    February 2013
    January 2013
    December 2012
    November 2012
    October 2012
    September 2012
    August 2012
    May 2012
    April 2012
    March 2012
    February 2012
    January 2012
    December 2011
    October 2011
    September 2011
    August 2011
    May 2011

Ungmenna- og tómstundabúðir Laugum í Sælingsdal 371 Búðardal kt.570904-4340